Veggspjald ráðstefnunnar

Veggspjald ráðstefnunnar

Möguleikar karlmennskunnar

Ráðstefna um karlmennsku í fortíð, nútíð og framtíð

 

Haldin á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands 5. og 6. mars 2004

 

 

Föstudagur 5. mars

 

Ráðstefna byrjar kl 14:00-15:30

Hátíðarsalur Háskóla Íslands í Aðalbyggingu

 

Irma J. Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK opnar ráðstefnuna.

 

Jeff Hearn, prófessor við University of Huddersfield í Manchester og Swedish School of Economics í Helsinki, verður svo með fyrirlesturinn:

Studying men is not new and not necessarily radical, but it can be …

 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri verður umsjónarmaður.

 

 

Málstofur kl 16:00-18:00

Aðalbygging Háskóla Íslands

 

 

Karlar og drengir í skólum

Í umsjón Ingólfs Á. Jóhannessonar, prófessor við Háskólann á Akureyri.

 

Anna Elísa Hreiðarsdóttir, leikskólakennari og meistaranemi við Háskólann á Akureyri fer með fyrirlesturinn:

Karlar í leikskóla

Þar sem hún segir frá rannsókn til meistaraprófs um stöðu karlkyns leikskólakennara á Íslandi.

 

Manfred Lemke verkefnisstjóri og Sigurjón Mýrdal dósent við Kennaraháskóla Íslands, flytja saman fyrirlesturinn:

Karlmennska og kennarastarf

Þar sem þeir gera grein fyrir inntaki námskeiðs Kennaraháskóla Íslands sem ber sama nafn.

 

Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur og MA-nemi við Háskóla Íslands:

Falin veröld. Um samkynhneigð og einelti í skólum

 

Berglind Rós Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands:

Drengjamenning, karlmennska og völd í grunnskólanum

 

 

Karlar og karlmennska í auglýsingum nútímans

Í umsjón Gunnars Hersveinar.

 

Gunnar Hersveinn, blaðamaður og heimspekingur, fer með fyrirlesturinn:

Karlinn í íslenskum auglýsingum 2004.

Þar sem fjallað verður um birtingarmynd karlmannsins í auglýsingum. Ímynd konur hans verður skoðuð til hliðsjónar.

 

Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, fer með erindið:

Þróun „íslenskrar“ karlmennsku.

Sem byggist á uppsöfnun myndrænnar þekkingaröflunar.

 

Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðlafræðingur, fer með erindið:

Póstmódernískar kynímyndir.

Þar sem hún fjallar um ímyndir karla í auglýsingum og ber þær saman við ríkjandi kvenímyndir.

 

 

Karlmennska og karlamenning

Í umsjón Kristínar Ástgeirsdóttur, sérfræðingi hjá RIKK.

 

Guðjón Hauksson MA-nemi í félagsfræði, flytur fyrirlesturinn:

Hjálparsveitir – Áhættuhegðun

Þar sem hann fjallar um greiningu sína á viðtölum sem hann tók við meðlimi björgunarsveita.

 

Gísli Hrafn Atlason, mannfræðingur, fjallar um karlkyns vændiskaupendur í Danmörku í fyrirlestrinum:

Vændiskaup karla: Um ástæður og yfirráð

 

Robert Faulkner, tónlistarstjóri og stundakennari við Háskólann á Akureyri:

Men´s ways of singing

Í þessum fyrirlestri, sem fer fram á ensku, fjallar Robert um rannsókn um hlutverk söngs í lífi karla en allir þátttakendur rannsóknarinnar voru meðlimir karlakórs á Norðausturlandi.

 

 

 

Laugardagur 6. mars

 

 

Fyrirlestur kl 9:00-10:15

Hátíðarsalur aðalbygging Háskóla Íslands

 

Marie Nordberg, fræðimaður við háskólana í Karlstad og Gautaborg, fer með fyrirlesturinn:

Feminist critique and men´s studies.

 

Í umsjón Dagnýjar Kristjánsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.

 

 

Málstofur kl 10:30-12:00

Aðalbygging Háskóla Íslands

 

Velferð karla; umhyggja,umönnun og heilbrigði

Í umsjón Þórðar Kristinssonar.

 

Þórður Kristinsson, mannfræðingur, fer með fyrirlesturinn:

Að fyrirgera karlmennsku sinni. Umhyggja og umönnun karlhjúkrunarfræðinga.

Þar sem hann fjallar um meistararitgerð sína.

 

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, fer með fyrirlesturinn:

Seinfærir feður.

Þar sem fjallað verður um reynslu 13 seinfærra feðra af föðurhlutverkinu og félagslegri stoðþjónustu. Gerð verður grein fyrir því hvernig fjölskyldustuðningur sem beinist fyrst og fremst að móður og barni vanrækir og valdskerðir feðurna.

 

Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, fer með fyrirlesturinn:

Sorgin í íslenskum veruleika. Af ekklum og öðrum körlum.

Þar sem hann segir frá rannsókn sem beindist að ekklum á aldursbilinu 20-75 ára sem misstu eiginkonu sína á árunum 1999-2001.

 

 

Karlmennska í miðaldabókmenntum

Í umsjón Ásdísar Egilsdóttur, dósent við Háskóla Íslands.

 

Ásdís Egilsdóttir, dósent við Háskóla Íslands:

Ókarlmannlegur friðarsinni? Um Máhlíðingavísur í Eyrbyggjasögu

 

Brynhildur Þórarinsdóttir, íslenskufræðingur:

Erkivíkingurinn er úreltur. Karlmennska Egils-Skallagrímssonar

 

Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur:

Hinn fullkomni karlmaður er biskup: Íslensk karlmennska árið 1200

 

 

Málstofur kl. 13:00-14:30

Aðalbygging Háskóla Íslands

 

 

Karlmennska í ljósi sögunnar

Í umsjón Erlu Huldar Halldórsdóttur, sérfræðingi hjá RIKK.

 

Gunnar Karlsson, prófessor við Háskóla Íslands:

Karlmennska á miðöldum

 

Páll Björnsson, sagnfræðingur:

Karlmennska á 19. öld

 

Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur:

Ólíkar karlmennskur

 

Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal fer með fyrirlesturinn:

„Daginn eftir að vatnið leysti“: (Sjálfs)ævisaga Vestur-Íslendings

Þar sem hann fjallar um Ameríkubréf Jóns Halldórssonar (1838-1919), sem fluttist til Bandaríkjanna árið 1872 og var því meðal fyrstu vesturfaranna.

 

 

Karlar og fæðingarorlof

Í umsjón Þorgerðar Einarsdóttur, lektor við Háskóla Íslands .

 

Gyða Margrét Pétursdóttir MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og Þorgerður Einarsdóttir lektor við Háskóla Íslands flytja fyrirlestur saman:

Culture, Custom and Caring.

 

Elin Kvande og Berit Brandt, sérfræðingar við vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi flytja fyrirlestur sinn um foreldraorlof:

Flexible father. Men‘s parental leave in Norway.

 

Helga Gottfreðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands:

Fræðsluþörf verðandi feðra.

 

 

Fyrirlestur kl 14:50-16:30

Hátíðarsalur Háskóla Íslands

 

Jörgen Lorentzen, bókmenntafræðingur og sérfræðingur við Senter for kvinne- og kjønnsforskning við Óslóarháskóla fer með síðasta fyrirlestur ráðstefnunnar:

 

„The Nordic Man”. Myth and reality.

 

Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, mun sjá um að stjórna umræðum og samantekt við ráðstefnulok.