Fimmtudaginn 20. nóvember flytur Sigríður Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur, rabb sem hún nefnir Misstu þær marksins rétta? Ógiftar konur um aldamótin.

Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12:00-13:00 og er öllum opið.

 

Rabbið er byggt á MA-ritgerð Sigríðar um ógiftar konur á Íslandi um aldamótin síðustu. Úrtak rannsóknarinnar eru rúmlega 200 ógiftar og barnlausar íslenskar konur, fæddar á árunum 1827-1898. Þær voru ýmist menntaðar eða ómenntaðar og tilheyrðu ýmsum starfsstéttum. Sigríður hefur meðal annars rannsakað lífskjör þessara kvenna, viðhorf samfélagsins til þeirra og ástæður þess að þær gengu ekki í hjónaband.

 

Sigríður Þorgrímsdóttir lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og er nú að ljúka MA-námi í sömu grein.