#MeToo: moving forward

#MeToo: moving forward er alþjóðleg ráðstefna haldin í Hörpu 17.-19. september 2019 í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst. Ráðstefnan er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og er skipulögð í samstarfi við RIKK.

 

Frá því að #MeToo-bylgjan hófst haustið 2017 hafa tugir milljónir kvenna notað myllumerkið #MeToo á samfélagsmiðlum um allan heim. Ýmist undir nafni eða nafnleynd, hafa konur víðsvegar um heim afhjúpað umfangsmikið kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni. Konur hafa krafist aðgerða til að bregðast við og binda endi á kynbundið ofbeldi og mismunun gagnvart konum. Bylgjan hefur haft mismunandi áhrif í ólíkum löndum; sum virðast ósnert á meðan frásagnir kvenna hafa leitt til róttækrar endurskoðunar í öðrum löndum. Á Norðurlöndunum, sem almennt eru talin standa hvað best af vígi í jafnréttismálum, hefur umfang og áhrif #MeToo verið mismunandi.

 

Á ráðstefnunni verður fjallað um #MeToo í alþjóðlegu ljósi. Hvers vegna náði bylgjan þessum hæðum árið 2017 og hvers vegna voru áhrif ólík eftir samfélagshópum, samfélögum og löndum? Hvaða lærdóm má draga af #MeToo að því er varðar fjölþætta mismunun s.s. vegna kyns, þjóðernis, stéttar, trúarbragða, uppruna, aldurs, fötlunar og kynhneigðar? Hvaða áhrif mun bylgjan hafa stöðu og þróun jafnréttismála á Norðurlöndunum og í öðrum löndum?

 

Meðal fyrirlesara eru: Angela Davis, Emma Holten, Cynthia Enloe, Marai Larasi og Roxane Gay.

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má finna hér.

 

Upptökur frá aðaldagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér: