Þann 11. október kl. 16:00 flytur Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur, opna fyrirlesturinn Menningarbundið ofbeldi. Undirgefni og eðli kvenna í guðfræðilegri umræðu í Norræna húsinu.

Ofbeldi gegn konum er vandamál um heim allan eins og rannsóknir hafa staðfest. Viðurkenning þessarar staðreyndar varð til þess að Heimsráð kirkna ákvað að helga heilan áratug 2001 – 2010 baráttunni gegn ofbeldi. Í fyrirlestrinum verður rætt um ofbeldi í mismunandi merkingum, beint, sýnilegt ofbeldi, kerfisbundið ofbeldi og menningarbundið ofbeldi. Sjónum verður einkum beint að tengslum kristinnar guðfræði og ofbeldis. Hvernig tengist guðfræðin ofbeldinu? Hvaða þátt á hún í því að viðhalda því? Hvernig getur guðfræðin unnið gegn ofbeldi sem beinist að konum?