Dr. Ulrike Auga

Dr. Ulrike Auga

Dr. Ulrike E. Auga, prófessor við Centre for Transdisciplinary Gender Studies við Humboldt-háskóla í Berlín og gestaprófessor við Paris Lodron-háskólann í Salzburg, Austurríki, er annar fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Mannréttindi, kyn og trú. Álitamál í orðræðu um stjórn-, félags-, menningarmál“ og að venju eru fyrirlesturinn fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 25. janúar kl. 12.00-13.00.

Ulrike E. Auga er fædd í Austur-Berlín og starfar sem kynja-, menningar- og trúarbragðafræðingur við Centre for Transdisciplinary Gender Studies við Humboldt-háskóla í Berlín. Vorið 2018 er hún gestaprófessor í kynjafræðum við Paris Lodron-háskólann í Salzburg í Austurríki. Áður hefur hún starfað sem Käthe-Leichter gestaprófessor í kynjafræðum við Háskólann í Vín. Rannsóknaáherslur Dr. Auga eru á kyn, menningarlegt minni, þjóðernisstefnur, bókstafstrú á breytingaskeiðum (Suður-Afríka, Vestur-Afríka, Austur/Vestur-Þýskaland); kyn, gjörningsháttur og atbeini í sjónrænum skjalasöfnum, eftirlendur, síðveraldarvæðingu, þróun kynja-/hinseginkenninga og þekkingarfræði pósthúmanisma. Ulrike er varaforseti alþjóðlegs sambands trúar- og kynjafræða (International Association for the Study of Religion and Gender).

Oft er litið til mannréttinda sem hins fullkomna fordæmis fyrir góð og siðferðileg stjórnmál. En þessi útgangspunktur er umdeilanlegur: spurningin er hvort að mannréttindi nýtist öllum, sem gengur út frá þeim ásetningi að þau séu algild. Þessi spenna er mjög sýnileg þegar kemur að meðferð „kyns“, „kynverundar“ og „trúar“. Þetta má til að mynda sjá/þessa sér til dæmis stað í deilum um (algjöra) hulningu múslimakvenna. Með vísun í mannréttindi er því haldið fram að bannið sé til komið vegna þess að það brjóti á réttindum kvenna. Hins vegar eru banninu andmælt vegna þess að það er í mótsögn við trúfrelsi sem talið er algilt. Oft eru tengsl á milli trúar og ofbeldis í deilum samtímans. Mat á hlutverki trúarinnar í opinberu rými hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum í stórum hluta hins veraldarvædda heims. Áður fyrr var litið svo á að trú væri einkamálefni en í dag hefur hún pólitíska merkingu fyrir alla í fjölmenningarsamfélögum. Trú í kynjarannsóknum er ekki síst mikilvæg þegar litið er til andstöðu við nýlendustefnu. Endurskoðun grunngilda veraldlegs frjálslyndis á sér nú stað og gerendahæfni og mannlega velgengni er líka að finna handan vestrænna hugmynda um frelsi, eins og til dæmis í andlegri iðkun.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

***

Human Rights, Gender and Religion. Controversies in Political, Social, Cultural and Sexuality Discourses

Dr Ulrike Auga, Professor in Gender Studies, is the second lecturer in the 2018 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – lecture series during spring term 2018. Her lecture is titled: „ Human Rights, Gender and Religion. Controversies in Political, Social, Cultural and Sexuality Discourses “, and will take place on Thursday, 25th of January, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall.

Ulrike E. Auga, born in East Berlin, is a transdisciplinary Gender, Cultural and Religious Studies scholar at the Centre for Transdisciplinary Gender Studies at Humboldt University in Berlin. Currently Dr. Auga is a Visiting Professor for Gender Studies at the Paris Lodron University Salzburg, Austria. Previously she was a Käthe-Leichter Visiting Professor for Gender Studies at the University of Vienna; 2016-17 Humboldt-Princeton-Strategic-Partnership Award in Gender and Sexuality Studies; 2015-16 Research Award Templeton / NASA, Social Implications of Extraterrestrial Life “Gender, Race, Religion and Visuality in Space Imagery”, CTI Princeton; 2008-16 Professor of Religious and Gender Studies, Humboldt University of Berlin; 2002-04 “Gender in Conflicts”, Jerusalem; 2001-02 “Gender, Culture, Islam and Indigenous Religion in West Africa”, Bamako; 1999-2001 “Gender, Race and Nation in South Africa’s Political Transition”, Johannesburg. Her research interests are: Gender, Cultural Memory, Nationalisms, Fundamentalisms in Transition Contexts (South Africa, West Africa, East/West Germany); Gender, Performativity and Agency in the Visual Archive; Postcolonial, Postsecular, Gender / Queer theory development; Posthuman Epistemology.

She is the Vice-President of the International Association for the Study of Religion and Gender.

Human Rights are often understood as the epitome of ethical good politics. Even this starting point is controversial: it is asked whether human rights are really useful to all, which presupposes their determination as a universal norm. The tension is particularly visible in the human rights handling of “gender”, “sexuality” and “religion”. This is evident, for example, in the debate on the (complete) veiling of Muslim women. With reference to human rights, it is argued that there is a ban because the disguise violates the rights of women. On the other hand, a ban is rejected because it contradicts the supposedly universal right to freedom of religion. There is often a connection between religion and violence in contemporary debates. The evaluation of the role of religion in the public sphere has changed fundamentally in recent years in large parts of the more secularized world. Religion was formerly considered a private matter but has a political significance for all people in the diversified society. Especially in the anti-colonial context, the importance of the category religion for gender research is emphasized. The secular-liberal principles of resistance are being revised and agency, as well as human flourishing, are also found beyond Western beliefs about freedom and good life, e.g. in the practice of spirituality.

The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2017 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

Join our Facebook event.