Málþing verður haldið um bókina Margar myndir ömmu. Konur og mótun íslensks samfélags á 20. öld, föstudaginn 15. desember 2017, kl. 15:00–16:30, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, mun opna málþingið með hugleiðingu um ömmu sína, Vilborgu Guðnadóttur frá Keldum í Mosfellssveit. Vilborg sinnti mikið félagsmálum í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar.

Þá munu fjórir höfundar, sem eiga greinar í bókinni, Irma Erlingsdóttir, Annadís Rúdólfsdóttir, Ármann Jakobsson og Erla Hulda Halldórsdóttir, fjalla um spurningar og álitaefni sem upp komu við gerð hennar.

Árið 2015 markaði 100 ára árstíð kosningaréttar kvenna og af því tilefni stóð Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum – RIKK – að hádegisfyrirlestraröð sem helguð var ömmum. Markmiðið var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi. Þeir sem eiga kafla í bókinni tóku þátt í fyrirlestraröðinni, en hér er um að ræða fjórða greinasafnið í ritröð RIKK, Fléttum.

Bókin hefur hlotið lofsamlega dóma bæði á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, þar sem Hjalti Hugason ritrýnir, og í hausthefti Sögu, tímarits Sögufélags, í ár, en þar segir Rósa Magnúsdóttir, sagnfræðingur m.a:

Þetta er aðgengileg og áhugaverð bók. Henni er vel ritstýrt og greinilegt er að höfundar hafa unnið greinar sínar af virðingu og væntumþykju, sem leiðir sennilega af því að viðfangsefnin eru þeim nákomin í bæði persónulegri og fræðilegri merkingu. Hin þverfræðilega nálgun bókarinnar er til fyrirmyndar og höfundar beita fyrir sig margvíslegum kenningum til að halda hinu fræðilega í jafnvægi við hið persónulega. Þessi nálgun er virðingarverð og varpar vissulega ljósi á lífsmáta og skoðanakerfi þessara kvenna.

Að málþingi lokun verður boðið upp á léttar veitingar. Bókin verður til sölu á staðnum.

Dagskrá:

Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti:

„Vilborg Guðnadóttir frá Keldum í Mosfellssveit“

Irma Erlingsdóttir, dósent í frönskum bókmenntum:

„Fjölbreyttar myndir af lífi kvenna á Íslandi um aldamótin 1900 og fram á miðja 20. öld“

Annadís G. Rúdólfsdóttir, dósent í aðferðafræði rannsókna:

„Línudans: Tekist á við sögur nákominna“

Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku:

„Leynifélagið Konur – hugleiðing um gögn“

Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í sagnfræði:

„Saumavél eða vélbátur? Smávegis um söguna og ömmur“

Málþingið er öllum öllum opið og aðgangur ókeypis!

Finndu viðburðinn á Facebook.