Þann 12. nóvember flutti Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og MSc í heilbrigðisvísindum fyrirlesturinn Líkamleg óþægindi fiskvinnslukvenna – áhrif nýrrar tækni. Kynntar voru niðurstöður rannsókna á líkamlegum óþægindum fiskvinnslukvenna. Markmið rannsóknanna var að kanna hvort óþægindi meðal kvenna seð ákveða að hætta í viskvinnslu séu ólík því sem gerist meðal fiskvinnslukvenna sem starfa áfram í greininni. Niðurstöður benda til að ný tækni hafi aukið óþægindi frá handleggjum og að sk. áhrif hraustra starfsmanna gæti meðal fiskvinnslukvenna, þ.e. hraustustu konurnar halda áfram en hinar hætta.