Gísli Pálsson mannfræðingur flytur fyrirlesturinn Lífstykki og lausaleikur: Vettvangsferðir Vilhjálms Stefánssonar á rabbfundi Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í stofu 301 í Árnagarði kl. 12:05-13:00 þann 13. nóvember.

Gísli mun fjalla um menningarárekstra á norðurslóðum snemma á síðustu öld í kjölfar hvalveiða vestrænna manna, samskipti evrópskra karla og kvenna í hópi inúíta, flækjurnar sem þau höfðu stundum í för með sér og meðferð þeirra bæði heima fyrir og á vettvangi. Meðal annars verður fjallað um einkalíf Vilhjálms Stefánssonar og ferðalög hans um norðurslóðir.