Sigrún Ólafsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, heldur fimmta fyrirlestur haustmisseris í fyrirlestraröð RIKK fimmtudaginn 3. nóvember, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13. Fyrirlestur hennar nefnist „Kynjuð samfélög: Áhrif á heilsu karla og kvenna í alþjóðlegum samanburði“.

Sigrún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Indiana-háskóla í Bandaríkjunum árið 2007 og hefur starfað sem dósent við háskólann í Boston í Bandaríkjunum síðan 2013. Hún hefur einnig verið gestaprófessor við Háskólann í Mannheim í Þýskalandi.

Rannsóknir Sigrúnar hafa beinst að sjúkdómsvæðingu og doktorsritgerð hennar nefndist: „Medicalizing Mental Health: A Comparative View of the Public, Private, and Professional Construction of Mental Illness.“ Hugtakið sjúkdómsvæðing vísar til þess þegar vandamál eru skilgreind með hugtökum læknisfræðinnar og læknisfræðilegum úrlausnum er beitt til að meðhöndla þau.

Í fyrirlestri sínum beinir Sigrún sjónum að áhrifum kynjakerfisins á heilsufar, í alþjóðlegum samanburði.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Hægt er að horfa á upptöku fyrirlestursins hér: