Kynjamunur í viðhorfum íslenskra unglinga

Þann 28. janúar flytur Gunnar Karlsson, prófessor, fyrirlesturinn Kynjamunur í viðhorfum íslenskra unglinga.

Árið 1995 tóku Íslendingar þátt í umfangsmikilli samevrópskri könnun á söguvitund unglinga, og er enn verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Meðal annars var spurt um viðhorf unglinganna til margs konar málefna í samfélagi sínu, svo sem til auðæfa, fátækra í eigin landi og annars staðar, innflytjenda, jafnréttis kynja, menntunar, vísinda, trúar, umhverfisverndar, þjóðernis. Þar sem þátttakendur voru líka spurðir um kynferði sitt má reikna út muninn á svörum drengja og stúlkna við öllum þessum spurningum og gera þannig víðtækt yfirlit yfir viðhorfamun drengja og stúlkna. Í rabbinu var kynnt lauslega hvaða munur kemur fram á viðhorfum íslenskra unglinga, um leið og afstaða þeirra til jafnréttis var skoðuð sérstaklega í samanburði við aðrar þátttökuþjóðir.