Kynjaheimur leikhúsanna. Staða íslenskra kvenleikstjóra

Þriðjudaginn 12. október flytur Karen Theodórsdóttir mannfræðingur fyrirlesturinn Kynjaheimur leikhúsanna. Staða íslenskra kvenleikstjóra í stofu 101 í Lögbergi kl. 12–13. Karen kynnir niðurstöður MA-rannsóknar sinnar á stöðu íslenskra kvenleikstjóra, en rannsókn hennar byggist m.a. á viðtölum.