Þriðjudaginn 24. október var haldin uppskeruhátíð á Barnum, Laugavegi 22, í tilefni af 10 ára afmæli kynjafræðináms við Háskóla Íslands. Rannveig Traustadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Auður Alfífa Ketilsdóttir ávörpuðu samkomuna. Helga Birgisdóttir og Guðrún Margrét Gunnarsdóttir fluttu kveðju frá Dagnýju Kristjánsdóttur og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Tónlist fluttu Lay Low, Sunna, Silla og Lama og svo Donna Mess.