Kynjaborgin Reykjavík

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg efndu til málþings laugardaginn 29. október kl. 11.00-14.00 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu um kynjaborgina Reykjavík.

Á árinu 2005 hefur verið haldið upp á fjölmarga viðburði í sögu íslenskra kvenna. Þess var minnst að 30 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975 sem markaði tímamót í jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi. Reykjavík hefur komið mikið við sögu íslenskrar kvennabaráttu allt frá því að fyrsta kvenfélag borgarinnar Thorvaldsensfélagið var stofnað fyrir 130 árum. Kvennaframboð, söfnun fyrir landspítala og kvennadeild sama spítala sem og margvíslegar aðgerðir kvenna í rúmlega heila öld hafa sett svip sinn á borgina. Konur hafa lengst af verið meirihluti borgarbúa og lagt mikið af mörkum til atvinnulífs, menningar, félagslífs og þróunar borgarinnar.

Með þessu málþingi vildu Reykjavíkurborg og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við H.Í. leggja sitt af mörkum til umræðunnar á afmælisárinu 2005 og beina sjónum að sögu og stöðu kvenna í borginni, jafnt í daglegu lífi sem listum. Fjallað var um stiklur í sögu kvenna í borginni, rýnt í tölur um félagslega stöðu, skipulagsmál skoðuð út frá kenningum feminista og kannað hvernig líf kvenna speglast í bókmenntum, kvikmyndum og myndlist.

Dagskrá

Kl. 11.00 – 11.10
Setning: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri.

Kl. 11.10 – 11.25
Gerður Róbertsdóttir sagnfræðingur Árbæjarsafni: Frá peysufötum til pinnahæla. Brot úr sögu kvenna.

Kl. 11.25 – 11.40
Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur: Símaulandi og símalandi. Um reykvískar konur í íslenskum glæpasögum.

Kl. 11.40 – 11.50
Ingibjörg Haraldsdóttir les ljóð.

Kl. 11.50 – 12.05
Salvör Jónsdóttir skipulagssviði Reykjavíkurborgar: Skipulagsmál og feminismi.

Kl. 12.05 – 12.20
Heiða Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur: Í sjónmáli ferðamannsins: Reykjavík sem heita borgin í norðri.

Kl. 12.20 – 12.40
Kaffihlé

Kl. 12.40 – 13.00
Magga Stína og félagar syngja Megasarlög

Kl. 13.00 – 13.15
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur og dósent við H.Í.: Kynlegar tölur um stöðu reykvískra kvenna.

Kl. 13.15 – 13.25
Sigurbjörg Þrastardóttir les ljóð.

Kl. 13.25 – 13.40
Harpa Björnsdóttir myndlistarkona: Konur í reykvískri myndlist.

Kl. 13.40 – 14.00
Umræður.

Málþingsstjórar voru Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og starfandi forstöðumaður Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum.