Kynbundið námsval

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við H.Í. og jafnréttisnefnd Háskóla Íslands stóðu fyrir málþingi um kynbundið námsval föstudaginn 31. mars.

Námsval og þar af leiðandi starfsval kynjanna er enn afar kynbundið og er það einkennandi fyrir öll Norðurlöndin. Á iðn- og tæknibrautum framhaldsskólanna eru strákar um 90% nemenda samkvæmt tölum frá 2003 en á heilsubrautum eru konur um 93% nemenda. Sömu sögu er að segja af háskólastiginu. Þar eru konur þó að hasla sér völl í æ fleiri greinum en það er eins og karlmönnum reynist erfiðara að fara yfir landamæri rótgróinnar kynskiptingar. Hvað veldur? Er æskilegt að hafa áhrif á náms- og starfsval kynjanna eða skiptir það engu máli? Hvaða hlutverki leikur rótgróin menning og staða kynjanna í náms- og starfsvali? Hvaða áhrif hefur kynskiptingin á samfélagsgerðina og félagslega stöðu kynjanna?

Dagskrá:

13.30: Málþing sett. Sigurður Brynjólfsson, prófessor í verkfræðideild.

13.40: Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðumaður RIKK. Kynbundið námsval í sögulegu ljósi.

14.00: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor í starfs- og námsráðgjöf. Kynbundið námsval – farvegir sem hægt er að breyta?

14.20: Gylfi Magnússon, dósent í hagfræðideild. Hvar eru piltarnir? – Kynjaskipting í sérfræðistéttum á 21. öld á Íslandi.

14.40: Kristín Tómasdóttir, háskólanemi. Stúdentar og kynbundið námsval.

15.00: Herdís Sveinsdóttir, dósent í hjúkrunarfræðideild. Námsval kynjanna – að velja hjúkrun.

15.20: Umræður.

16.00 Málþingslok.