image001Föstudaginn 9. maí flytur Áslaug Einarsdóttir, MA í mannfræði frá HÍ, fyrirlestur sem ber heitið „Kvennarými í listsköpun: Rými sem femínísk strategía“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12:00-13:00.

Eru kvennarými jaðarrými? Allt frá því að Virginia Woolf gaf út ritgerðina Sérherbergi (1929) hafa rýmismyndlíkingar og umræður um kvennarými verið áberandi í jafnréttisumræðunni. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ólíkar hugmyndir innan kynjafræðinnar um kvennarými og aukið rými kvenna á opinberum vettvangi. Fjallað verður um hvernig kvennasamstaða í kvennarýmum getur nýst sem öflug aðferð til að leiðrétta kynjahalla í listsköpun á Íslandi og víðar. Jafnframt verður gert grein fyrir nokkrum dæmum um kvennarými í íslensku listalandslagi og áhrifum þeirra. Sjónum verður einnig beint að gagnrýni fræðikonunnar bell hooks á stigveldi innan femínískra rýma og þeirri spurningu varpað fram á hvaða hátt kvennarými geti verið róttæk og með því skapað ný samfélagsgildi.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!

Viðburðurinn á Facebook.