4. október flytur Jón Axel Harðarson, dósent, fyrirlesturinn Kvenkyn í íslensku frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni.

Í indóevrópska frummálinu var upphaflega ekki til neitt kvenkyn. Þá var ekki gerður neinn málfræðilegur greinarmunur á karlkyni og kvenkyni. Seinna þróuðust ákveðnar orðmyndir sem notaðar voru til að tákna kvenkynsverur. Þetta leiddi til þess að kvenkyn varð til sem málfræðilegt kyn. Í fyrirlestrinum verður gerð stutt grein fyrir uppruna málfræðilegs kvenkyns og þróun þess til íslensku. Fjallað verður um orðmyndunar- og beygingafræðilegt samband karlkyns og kvenkyns. Í því samhengi verður einnig litið til mannanafna. Loks verður notkun kvenkynsorða í íslensku stuttlega reifuð út frá félagslegu sjónarmiði.