Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur flutti fyrirlesturinn Konur og karlar í kjörklefanum. Er munur á kosningahegðun kynjanna? á vegum RIKK fimmtudaginn 12. apríl kl. 12.15 í stofu 132 í Öskju.

Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að talsverður munur er á kosningahegðun karla og kvenna og samanborið við erlendar rannsóknir þá er þessi munur meiri hér á landi en annars staðar. Þessi munur hefur verið að aukast undanfarna áratugi birtist helst í því að konur kjósa frekar til vinstri en karlar til hægri. Ýmislegt bendir að tilkoma Kvennalistans hafi markað ákveðið upphaf af þessari þróun sem ekki er sér fyrir endann á. Ef marka má skoðanakannanir verða stefnir í miklar breytingar verði á þingstyrk flokka eftir kosningarnar í vor og bendir margt til þess að breytingar á kosningahegðun kvenna ráðið þar mestu. Flokkshollusta kvenna er mun minni en karla og þær eru því líklegri að skipta um flokka á milli kosninga og kvennafylgi stjórnmálaflokka getur því ráðið úrslitum umgengi þeirra í kosningunum. Í fyrirlestrinum var skoðað hvernig kosningahegðun karla og kvenna hefur þróast undafarna áratugi, hvers vegna hún er svo ólík sem raun ber vitni og hvaða áhrif það gæti haft í kosningunum vorið 2007.