Konur og mannréttindi

Þann 25. febrúar flutti Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, erindið Konur og mannréttindi.

Í rabbinu voru feminískar lagakenningar reifaðar og fjallað um hvernig þær endurspeglast í mannréttindaumræðunni. Spurt var að hve miklu leyti alþjóðleg mannréttindaákvæði gagnist konum í baráttu þeirra. Gerð var grein fyrir mismunandi sjónarmiðum fræðimanna til þess hversu langt eigi að ganga til að mæta þörfum kvenna með lagaákvæðum.