Konur og lýðræði

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir verður með rabb fimmtudaginn 25. nóvember frá kl. 12-13 í stofu 101 í Odda á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið ber yfirskriftina Konur og lýðræði. Framkvæmdamiðuð ráðstefna

Í rabbinu verður fjallað um ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsundamót sem haldin var í Reykjavík í október. Lýst verður hvaða hugmyndir voru lagðar til grundvallar ráðstefnunni, hvernig undirbúningi hennar var háttað og greint hvaða árangri hún skilaði. Fjallað er um hvað einkennir verkefnamiðaðar ráðstefnur af þessu tagi og hvernig ráðstefnur sem ferli eru tæki til að ná ákveðnum markmiðum.