Konur og löggæsla í Suður-Afríku. 21. aldar sjónarhorn

Shanta Balgobind Singh

Shanta Balgobind Singh

(English below)

Fjórði fyrirlesturinn í hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri verður fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 26. nóvember kl. 12. Shanta Balgobind Singh heldur þá fyrirlesturinn „Konur og löggæsla í Suður-Afríku. 21. aldar sjónarhorn“.

Shanta Balgobind Singh er dósent við afbrotafræðideild háskólans í KwaZulu-Natal í Suður-Afríku. Rannsóknir hennar fjalla um refsiréttarkerfið, konur í lögreglunni, HIV/AIDS og mannmergð og þrengsli í suðurafrískum fangelsum, eiturlyfjaneyslu á meðal ungs fólks (sérstaklega á efninu „sugars“), afbrotum unglinga, tvístrun Indverja á 21. öld, viðfangsefni er varða siglingar, þekkingarkerfi frumbyggja og glæpir á lands- og alþjóðavísu.

Fundarstjóri er Rannveig Þórisdóttir félagsfræðingur.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook.

ENGLISH:

Women and Policing in South Africa: A 21st Century Perspective

RIKK’s fourth lecture this semester will be given 26 November at 12 o’clock in The National Museum’s lecture hall.

Professor Shanta Balgobind Singh is an Associate Professor within the programme of Criminology and Forensic Studies, School of Applied Human Sciences at the University of KwaZulu-Natal, South Africa. She has various research interests, some of which includes The Criminal Justice System, Women in Policing, HIV/AIDS, and Overcrowding within South African Correctional Facilities, Drug use among youth (particularly the drug sugars”), Youth Offending, The Indian Diaspora in the 21th Century, Maritime Challenges, Indigenous Knowledge Systems, and Crime nationally and internationally.

Moderator is Rannveig Þórisdóttir, sociologist.

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.