Rannsóknastofa í kvennafræðum stendur fyrir rabbfundi í stofu 101 í Lögbergi fimmtudaginn 10. október kl. 12 – 13.

Þar mun Auður Magnúsdóttir sagnfræðingur flytja erindið Konur og kinnhestar. Ofbeldi og kynhlutverk á Íslandi á miðöldum. Auður tengir efnið kenningum Thomas Laqueur um einkynskerfi miðalda og heldur því fram að sýn okkar á hlutverk og stöðu miðaldakvenna stjórnist um of af okkar eigin hugmyndum um einkenni karl- og kvenkyns.