Konur og bindindismál

Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, mun þriðjudaginn 15. febrúar tala um rannsóknir sínar undir fyrirsögninni Konur og bindindismál á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands.

Margrét er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarið unnið við að skrifa sögu Hvítabandsins en vann áður við fræðilega útgáfu á dagbókum Elku Björnsdóttur, verkakonu. Rabbið verður í stofu 311 í Árnagarði kl. 12­13.