Fundur verður á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 2. október í Odda, stofu 201, kl. 12-13.
Í fyrsta rabbi vetrarins mun Rannveig Traustadóttir, lektor í Félagsvísindadeild, fjalla um rannsókn sem hún hefur unnið að undanfarin ár ásamt hópi nemenda sinna. Rannsóknin fjallar um konur í minnihlutahópum á Íslandi. Fjallað verður um þrjá hópa kvenna; þroskaheftar/seinfærar konur, lesbíur og konur af asískum uppruna. Eiga þessir þrír, að því er virðist, ólíku hópar kvenna, eitthvað sameiginlegt og þá hvað? I umfjölluninni verður sérstaklega dregið fram hvað konur í hópunum þremur eiga sameiginlegt á þeim sviðum sem snúa að kvenleikanum sjálfum og hefðbundnum hlutverkum kvenna s.s. móðurhlutverkinu og að vera kynvera. Eru kvenhlutverk og kvenleikinn jafn aðgengileg öllum konum og hvernig gengur konum í minnihlutahópum að fá stöðu og hlutverk í samfélaginu sem konur?
Ásamt Rannveigu munu þær Anna Einarsdóttir, Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Sigurlaug H. Svavarsdóttir kynna niðurstðður þessarar viðamiklu rannsóknar sem er hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi.