Þann 13. október hélt Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur, erindið Kona og Náttúra: Áhrif kyngervis á viðhorf til umhverfismála í Öskju, stofu N132.

Ýmis rök hníga að því að náttúrusýn og umhverfisvitund karla og kvenna gæti verið nokkuð mismunandi og hefur töluverð fræðileg kenningasmíð átt sér stað um það efni, ekki síst á meðal ecófemínista. Slíkir kenningasmiðir telja alla jafnan að konur ættu, a.m.k. á heildina litið, að vera „grænni” en karlar, þ.e. aðhyllast í meiri mæli jákvæð gildi eða viðhorf í garð umhverfisverndar og/eða vera vistvænni í atferli sínu. Niðurstöður akademískra viðhorfsrannsókna eru þó alls ekki einhlítar í þessum efnum.

Í erindinu var gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegrar íslenskrar viðhorfskönnunar um umhverfis- og þróunarmál og athugað hvaða svör þær veita um (möguleg) tengsl kyngervis við helstu þætti umhverfisvitundar, þ.e. þekkingu, gildi, viðhorf og atferli sem varða umhverfismál.Ýmis rök hníga að því að náttúrusýn og umhverfisvitund karla og kvenna gæti verið nokkuð mismunandi og hefur töluverð fræðileg kenningasmíð átt sér stað um það efni, ekki síst á meðal ecófemínista. Slíkir kenningasmiðir telja alla jafnan að konur ættu, a.m.k. á heildina litið, að vera „grænni” en karlar, þ.e. aðhyllast í meiri mæli jákvæð gildi eða viðhorf í garð umhverfisverndar og/eða vera vistvænni í atferli sínu. Niðurstöður akademískra viðhorfsrannsókna eru þó alls ekki einhlítar í þessum efnum.

Í erindinu var gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegrar íslenskrar viðhorfskönnunar um umhverfis- og þróunarmál og athugað hvaða svör þær veita um (möguleg) tengsl kyngervis við helstu þætti umhverfisvitundar, þ.e. þekkingu, gildi, viðhorf og atferli sem varða umhverfismál.