AGNES Wold, dósent í klínískri ónæmisfræði við Gautaborgarháskóla, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudag 17. janúar kl. 12-13 í Norræna húsinu. Rabbið ber yfirskriftina Klíkuskapur og kynjamisrétti í hæfnismati á vísindamönnum.

Agnes er hér á landi í boði Félags kvenna í læknastétt á Íslandi og heldur sama dag fyrirlestur á Læknadögum um kynferði og starfsframa í læknavísindum á Grand hótel kl. 13.50.