Jane Austen og kvennamenning

Þann 22. maí flutti Alda Valdimarsdóttir, bókmenntafræðingur, fyrirlesturinn Jane Austen og kvennamenning.

Fjallað var um Jane Austen og hina svokölluðu janeista en svo kallast sá hópur sem hefur brennandi áhuga á skáldkonunni og öllu sem viðkemur henni. Janistar eru neytendur sem kaupa Austen-tebolla og tíðarandatímarit, fara í menningartengdar ferðir á slóðir skáldkonunnar og lesa bækur sem tengjast Austen-menningu. Janeistarnir eru ekki aðeins dyggustu aðdáendur skáldkonunnar heldur einnig óbeislaður hópur sem ögrar akademíunni og þeim gildum sem hámenningin leggur mest upp úr.