Jafnréttislög í 30 ár

Föstudaginn 9. febrúar 2007 var haldið málþing í stofu 101 í Odda um Jafnréttislögin í 30 ár. Magnús Stefánsson setti málþingið; hér má nálgast ávarp hans.

Erindi fluttu Brynhildur Flóvenz lektor, Atli Gíslason lögmaður og Björg Thorarensen prófessor. Þáttakendur í pallborðsumræðum voru Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, Ólafur Stephensen blaðamaður, Sif Konráðsdóttir lögmaður og Sigríður Lillý Baldursdóttir sviðsstjóri þróunardeildar Tryggingarstofnunar ríkisins. Málþingsstjóri var Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður RIKK.

Það voru RIKK og Mannréttindastofnun Lagadeildar HÍ sem stóðu að málþinginu.