Jafnrétti kynjanna, er því náð?

Dr. Penelope Lisi menntunarfræðingur flutti fyrirlestur miðvikudaginn 11. október kl. 12.15 í Norræna húsinu, undir titlinum Jafnrétti kynjanna, er því náð?

Penelope Lisi er prófessor í menntunarfræðum við Central Connecticut State University í Bandaríkjunum og forstöðumaður Center for Multicultural Research and Education í Central Connecticut State University. Hún er einnig ritstjóri Multicultural Perspectives sem er rit National Association for Multicultural Education (NAME). Hún er menntunarfræðingur og hefur meðal annars rannsakað og kennt námskeið um leiðtogahlutverk kennara. Hún hefur einnig rannsakað menntun innan fjölmenningarsamfélagsins út frá kynjasjónarhorni.