Jafnrétti kynja – jafnrétti allra

Málþing um jafnrétti í víðum skilningi var haldið á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og Reykjavíkurborgar mánudaginn 28. apríl kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Dagskrá

Dr. Teresa Rees, prófessor við Cardiff University. Útvíkkun jafnréttishugtaksins. (fyrirlestur á ensku)
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi. Reykjavíkurborg og mannréttindi, nýjar áherslur í jafnréttismálum?
Dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, lögmaður. Jafnréttishugtakið í Mannréttindasáttmála Evrópu: Hvernig snertir það hinar ýmsu hliðar mismununar?
Rósa G. Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands. Stefna og framkvæmd í jafnréttismálum.
Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. Ekkert er jafnréttinu óviðkomandi.

Pallborð (fer fram á íslensku og ensku):

Baldur Þórhallsson, formaður jafnréttisnefndar Háskóla Íslands
Dagur B. Eggertsson
Hildur Jónsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
Oddný Mjöll Árnadóttir
Rósa G. Erlingsdóttir
Teresa Rees

Fundarstjóri: Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Íslands