Jafnrétti í Færeyjum – á hraða snigilsins

Þann 24. maí mun Elin Súsanna Jacobsen, sagnfræðingur, halda fyrirlesturinn Jafnrétti í Færeyjum – á hraða snigilsins.

Í fyrirlestrinum mun Elin fjalla um stöðu jafnréttismála í Færeyjum, skoða kynjahallann í stjórnmálum og horfa um öxl til að greina hvaða hugmyndir og hefðir það eru sem halda aftur af jafnrétti kynjanna í færeysku samfélagi.