Ísland – Asía: Viðskipti, mannréttindi og kynjatengsl

Þann 22. nóvember hélt Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur, fyrirlesturinn Ísland – Asía: Viðskipti, mannréttindi og kynjatengsl í fundarsal Norræna hússins.

Í fyrirlestrinum voru alþjóðasamskipti skoðuð út frá sjónarmiðum kyns og mannréttinda. Jafnræði með kynjunum hefur verið afar takmarkað þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku í utanríkismálum og í fræðum alþjóðastjórnmála og mannréttinda. Viðskiptatengsl Íslands og Kína voru skoðuð sem dæmi um samskipti þar sem reynir á umrædda þætti.