Hvað er nauðgun?

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Hvað er nauðgun?“, fimmtudaginn 21. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Fjallað verður um hugtakið nauðgun í íslenskum rétti, þróun þess og breytingar sem gerðar voru á ákvæðum almennra hegningarlaga um nauðgun árin 1992 og 2007, rökin þar að baki og sjónarmið um skilgreiningu hugtaksins. Loks verður vikið að því hvort breyta þurfi skilgreiningu nauðgunarhugtaksins enn frekar og ræddar nýjar hugmyndir hvað það varðar.

Ragnheiður Bragadóttir prófessor lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 1982 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla. Hún hefur stundað kennslu og rannsóknir í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. frá 1984. Ragnheiður er mjög virkur þátttakandi í norrænu og alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Hún var fulltrúi Íslands í Norræna sakfræðiráðinu (Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi) í 15 ár, varaformaður 2007-2009 og formaður 2010-2012. Ragnheiður á að baki langan ritferil og hefur birt bækur, fjölda bókarkafla og fræðiritgerða, bæði hér heima og erlendis. Sérsvið hennar er refsiréttur, þ. á m. kynferðisbrot, viðurlög, viðurlagapólitík og umhverfisrefsiréttur.

Erindið er flutt á íslensku og aðgangur er öllum opinn og ókeypis.

Finndu viðburðinn á Facebook!