Þann 30. september kl. 12:00-13:00 flytur Lilja Hjartardóttir fyrirlesturinn Hættulegar hefðir: Umskurður og aðrar aðgerðir á kynfærum stúlkubarna og kvenna í stofu 101 í Odda.

Um 126 milljónir kvenna í 41 landi hafa verið umskornar í nafni mennningarlegra hefða sem stjórna lífi þeirra. Þeim er viðhaldið af vanþróun, bágum efnaghags- og félagslegum aðstæðum kvenna og goðsögnum um konulíkamann. Aðgerðir á og jafnvel afnám ytri kynfæra stœlkna og kvenna eru mun eldri en þau trœarbrögð sem við þekkjum og uppruni þeirra er ókunnur. Aðgerðirnar, sem eiga að tryggja stœlkunum hjónaband og barneignir, hina einu viðurkenndu stöðu þeirra í viðkomandi samfÉlagi, valda óbætanlegu líkamlegu tjóni, andlegum skaða og í sumum tilfellum dauða. Þær hafa m.a. verið skilgreindar sem misþyrmingar, ofbeldi, heilsufarsvandamál og brot á mannréttindum. Á alþjóðavettvangi er tekist á um mikilvægi og hlutverk hefðanna þ.e.a.s. menningarlegrar afstæðishyggju og þess að vernda réttindi einstaklingsins t.d. réttinn til lífs og heilbrigðis. Meðmælendur hefðarinnar mótmæla „vestrænni menningarlegri heimsvaldastefnu“ en mótmælendur krefjast alþjóðlegra aðgerða til afnáms óþarfa misþyrminga og ofbeldis.