Þann 22. febrúar flytur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson fyrirlesturinn Gjörningsuppeldisfræði og þekkingarfræðileg orðræðurýni.

Rabbað verður um uppeldisfræði bandaríska prófessorsins Elizabeth Ellsworth í ljósi kenninga Pierres Bourdieus um þekkingarlega orðræðurýni. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson segir frá uppeldisfræðikenningum bandaríska prófessorsins Elizabeth Ellsworth. Hann segir frá námskeiði hennar um andkynþáttastefnu og greiningu hennar á uppeldisfræði Holocaustssafnins í Washingtonborg. Ellsworth notar hugtakið ávarp til að fjalla um valdasamband nemenda og kennara sem meginþátt í gjörningsuppeldisfræði. Gjörningsuppeldisfræði hefur þann megintilgang að raska viðteknum sjónarmiðum og skýringum en um leið að nemendur finni sig kallaða til ábyrgðar. Ingólfur setur gjörningsuppeldisfræði í samhengi við kenningar franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieus um þekkingarfræðilega orðræðurýni og ber hana saman við nokkrar aðrar aðferðir.