Anne Flaspöler

Anne Flaspöler

(English below)

Anne Flaspöler, nýdoktor hjá rannsóknasetrinu EDDU, heldur fyrirlesturinn „Friðargæsluþjálfun í Afríku: Alþjóðlegar væntingar og veruleiki“, fimmtudaginn 3. mars, kl. 12-13, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Anne lauk doktorsprófi frá Stjórnmála- og alþjóðafræðideild Leeds-háskóla árið 2015. Rannsóknarsvið hennar er félagsleg aðlögun í friðargæsluþjálfun, lýðræðisleg friðaruppbygging sem og friðar- og öryggisstjórnun. Hún hefur unnið vettvangsrannsóknir í Gana Suður-Afríku og Rúanda.

Í fyrirlestrinum er fjallað um friðargæsluþjálfun sem vanrækt rannsóknarefni í friðar- og friðargæslurannsóknum og hvernig hægt er að nota slíkar rannsóknir til að auka hæfni friðargæsluliða út frá sjónarhorni félagslegrar aðlögunar. Komið er inn á kenningar um lýðræðislegan frið (ens. liberal peace) sem ráðandi viðhorf í að leiða alþjóðlegar friðarumleitanir og þar af leiðandi þjálfun friðargæsluliða. Þetta vekur spurningar um hvort að þjálfunin snúist um að móta persónuleika, breyta hegðun, mótun faglegrar sjálfsmyndar og fylgni við verkferla (sem koma úr hernaðarsiðfræðilegu samhengi). Fjallað verður um áhrif þjálfunar með því að skoða tvö raundæmi.
Annars vegar The Kofi Annan International Peacekeeping Training Centre (KAIPTC) í Accra, Gana og The African Centre for the Constructive Resolution of Disputes (ACCORD) í Durban, Suður-Afríku. Fyrirlesturinn leiðir þannig í ljós áskoranirnar sem KAIPTC og ACCORD standa frammi fyrir í djúpfærniþjálfun gæsluliða og hvernig víðtæk og hagnýt þjálfun, sem felur í sér nægilega endurgjöf og ígrundun, er veitt, til að tryggja að þjálfunin hafi sambærileg áhrif og félagsleg aðlögun. Þó að bæði KAIPTC og ACCORD standist þjálfunarviðmið alþjóðlegar friðargæslu færir Anne rök fyrir því að einungis sé hægt að veita þjálfun í fylgni við verkferla. Dæmi verða tekin úr kynjafræðilegri þjálfun.

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröðin á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna. Að fyrirlestri Anne kemur einnig rannsóknasetrið EDDA.

Peacekeeping Training in Africa: International Expectations vs Training Realities

Anne Flaspöler, postdoctoral researcher at EDDA – Center, will give the lecture „Peacekeeping Training in Africa: International Expectations vs Training Realities“ on 3 March at 12 o’clock in The National Museum’s lecture hall.

Anne received her PhD in Politics and International Studies from the University of Leeds in 2015. Her research interests include peacekeeping training and its socialisation properties, liberal peacebuilding as well as African peace and security efforts. She has conducted fieldwork in Ghana, South Africa and Rwanda.

The lecture addresses peacekeeper training as an under-studied topic in peacebuilding/keeping research by exploring efforts to enhance peacekeepers’ capabilities from the perspective of socialisation. In so doing, it touches on liberal peace as the domineering notion which guides international peace support efforts and thus training while raising the overall question whether peacekeeping training is about character building, changing behaviour, the building of professional identity or adherence to procedure (adapted from a military ethics context). The impact of training is discussed looking at the training programmes of two case studies: the Kofi Annan International Peacekeeping Training Centre (KAIPTC) in Accra, Ghana and the African Centre for the Constructive Resolution of Disputes (ACCORD) in Durban, South Africa. In this way, the lecture uncovers the challenges KAIPTC and ACCORD face in addressing training subjects in depth and in providing an extensive practical training dimension, which includes sufficient feedback and reflection, in order to assure a training impact that equals socialisation. Although both centres comply with the standards expected of peacekeeping training internationally, it is argued that only peacekeepers’ adherence to procedure can be accomplished. This is exemplified using examples of training on gender. 

The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The lecture series in the spring semester 2016 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.