Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna

Fimmtudaginn 27. janúar hélt Ástríður Stefánsdóttir, dósent í siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fyrirlesturinn „Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna.“ Fyrirlesturinn var haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.00-13.00.

Í þessu erindi var byrjað á því að skilgreina nokkur algeng hugtök tengd staðgöngumæðrun og farið yfir helstu siðferðilegu álitaefni. Megináhersla var lögð á stöðu kvenna í þessu sambandi og þá sérstaklega á stöðu staðgöngumóðurinnar. Í erindinu var rakinn munurinn annars vegar á staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni og hins vegar staðgöngumæðrun sem velgjörð, jafnframt var skoðað hverjir hafa verið að nýta sér þá þjónustu sem hér um ræðir. Einnig voru kynntar þær siðferðisspurningar sem Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til ef þeir samþykktu að leyfa staðgöngumæðrun á Íslandi.