justice málþingFöstudaginn 28. mars efnir RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands til málþings í samstarfi við Lagastofnun Háskóla Íslands um möguleika til að ná fram réttlæti í kynferðisbrotamálum á grunvelli skaðabótaréttar. Málþingið fer fram kl. 14.00–16.00 í Öskju, stofu 132.

Á undanförnum misserum og árum hefur umfjöllun um kynferðisbrot og meðferð þeirra innan réttarkerfisins verið áberandi. Réttarkerfið hefur mætt harðri gagnrýni fyrir það hve fáum kynferðisbrotamálum er vísað áfram innan réttarvörslukerfisins. Á sama tíma hefur verið bent á að sönnunarstaða í kynferðisbrotamálum sé erfið þar sem sönnunargögnum er sjaldan til að dreifa. Minna hefur þó verið fjallað um möguleika skaðabótarréttarins í málaflokknum. Á málþinginu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Er réttur brotaþola kynferðisbrota til skaðabóta sóttur að fullu? Er ástæða til að nýta skaðabótarétt í auknum mæli í kynferðisbrotamálum, óháð refsirétti?  Er hægt að styðja betur við þolendur kynferðisbrota við að leita réttar síns á grundvelli skaðabótalaga og hvernig virka gjafsóknarreglur í því sambandi? Að loknum erindum taka við pallborðsumræður.
 
Dagskrá:

Fundarstjórn: Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og stjórnarformaður RIKK

Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild HÍ

Skaðabætur vegna kynferðisbrota – er réttur brotaþola ekki að fullu sóttur?


Hildur Fjóla Antonsdóttir, kynjafræðingur og rannsakandi hjá EDDU – öndvegissetri við HÍ

„…[það mun] alltaf halla á brotaþola sé þetta sakamál“. Er ástæða til að nýta skaðabótaréttinn í auknum mæli í kynferðisbrotamálum?


Atli Gíslason, hrl., hjá LAG – Lögmenn

Hæstaréttardómur nr. 49/2005: Einkamál í þágu almannahagsmuna?

 
Margrét Gunnlaugsdóttir, hrl., hjá Acta lögmannastofu

Miskabætur, réttarstaða brotaþola


Pallborðsumræður
Þátttakendur: Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur geðdeildar og áfallamiðstöðvar LSH; Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta; Svala Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík