Fimmtudaginn 13. nóvember flytur Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði, rabb sem hún nefnir „En ég er hér ef einhver til mín spyrði.“ Ljóð eftir íslenskar konur 1876-1995.

 

Ljóðagerð íslenskra kvenna hefur hingað til verið ósýnileg í íslenskri bókmenntasögu. Í rabbinu mun Helga Kress segja frá útgáfu sinni á sýnisbók ljóða eftir rúmlega fjörutíu íslenskar konur frá árinu 1876 þegar fyrsta skáldrit eftir konu kom út á Íslandi, ljóðabókin Stúlka eftir Júlíönu Jónsdóttur. Helga mun einkum fjalla um þær viðtökur sem ljóðabækur kvenna hafa fengið í ritdómum og bókmenntasögum og velta fyrir sér hvaða áhrif viðtökurnar kunna að hafa haft á ljóðagerð kvenna og skáldlega sjálfsímynd.

 

Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Það fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12:00-13:00 og er öllum opið.