Í tilefni femínistaviku er hádegisfyrirlesturinn RIKK haldinn í samstarfi við Femínistafélag Íslands og fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, kl. 12-13. Hrafnhildur Schram listfræðingur flytur fyrirlesturinn : „… eins og blátt strik …“ Sjálfsmyndir myndlistarkvenna.

Fyrirlesturinn fjallar um sjálfsmyndir myndlistarkvenna í alþjóðlegu samhengi. Stiklað verður á stóru, frá endurreisnartímanum og fram á 21 öld. Einnig verða kynntar til sögunnar nokkrar íslenskar konur sem hafa fest á mynd eigin ásjónu.

Hrafnhildur Scram hefur lokið phil. lic. prófi í listasögu frá háskólanum í Lundi. Lokaritgerð hennar fjallar um fyrstu og aðra kynslóð íslenskra myndlistarkvenna, annars vegar amatöra og hins vegar fyrstu konurnar sem gerðu myndlist að ævistarfi.
Árið 1986 sendi Hrafnhildur frá sér bókina „Nína í krafti og birtu“, um Nínu Tryggvadóttur, sem er fyrsta sérbókin um íslenska myndlistarkonu. Hrafnhildur hefur um árabil stundað rannsóknir, á íslenskri myndlist, skrifað bækur og unnið heimildarmyndir
Sjónvarpið. Hún er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður.