Már Jónsson sagnfræðingur hélt fyrirlesturinn „Eigi er það gott að maðurinn sé einsamall.“ Konur í hjónabandi 1560-1720  á vegum RIKK, fimmtudaginn 15. mars kl. 12.15 í stofu 132 í Öskju.

Giftum konum voru þröngar skorður settar á fyrri öldum. Ekki var skýrt kveðið á um það í lögum að samþykki þeirra þyrfti fyrir ráðahag og eiginmenn réðu að mestu yfir eignum þeirra. Allt að því óhugsandi var aðkonur gætu fengið skilnað, nema karlinn reyndist getulaus eða héldi framhjá. Í erindinu verða lögformlegar forsendur hjónabands skilgreindar með tilliti til kvenna og tekin dæmi sem sýna hvernig þær tókust á við yfirvöld og eiginmenn í því skyni að ráða nokkru um eigin örlög og liðan. Már Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.