Eðlishyggja í endurskoðun

Þann 20. september heldur Ásta Sveinsdóttir, heimspekingur, fyrirlesturinn Eðlishyggja í endurskoðun.

Eðlishyggja er hugmynd sem skýtur víða upp kollinum í feminískri umræðu og hefur gert lengi. Gjarnan hefur þessi hugmynd verið sem þyrnir í augum feminista, en þó ekki alltaf. T.d. má finna ákveðna eðlishyggju í hugmyndafræði Kvennalistans á níunda áratugnum, og er það ekki einsdæmi. En hvað er eðlishyggja? Hvaða máli skiptir hvort eðlishyggja er rétt eða röng? Ásta Kristjana Sveinsdóttir mun hér rabba um hugmyndina að kyngervi sé eðlislægt.