EDDA – öndvegissetur auglýsir í fjórða sinn eftir umsóknum fræðimanna um styrki til rannsóknaverkefna sem taka mið af stefnu setursins. EDDA er rannsóknasetur í gagnrýnum samtímarannsóknum með áherslu á jafnrétti og margbreytileika í hug- og félagsvísindum. Umsækjendur sækja um styrki til verkefna sem má tengja með beinum hætti við rannsóknaáherslur í einum af sex rannsóknaþemum EDDU. Sjá nánari upplýsingar um kallið á heimasíðu setursins.