DOMAC verkefnið

Þann 5. febrúar kl. 12:00-13:00 mun Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flytja erindið DOMAC verkefnið: Áhrif alþjóðadómstóla á landsrétt í málum sem varða gróf mannréttindabrot í stofu 104 á Háskólatorgi.

Þórdís mun fjalla um DOMAC verkefnið. Í því er leitast við að meta áhrif alþjóðadómstóla á landsrétt í málum er varða gróf og víðtæk mannúðar- og mannréttindabrot. Markmiðið er að efla samspil landsréttar og þjóðaréttar á þessu sviði, auka áhrif og virkni alþjóðadómstóla og bæta þar með viðbrögð landsréttar við slíkum brotum.