Marsha Henry er þriðji fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu. Fyrirlesturinn nefnist „Critical Interventions. The Gendered, Racialised and Militarised Politics of Peacekeeping“ og verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 23. febrúar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Í fyrirlestrinum leitast Marsha Henry við að hugsa friðargæslu upp á nýtt. Hún styðst við femínískar kenningar, sérstaklega um samtvinnun, ásamt afnýlendufræðum og gagnrýnar kenningar um minnihlutahópa og kannar hvernig þær gera okkur kleift að skilja undirliggjandi kynjaðan, kynþáttamiðaðan og hernaðarlegan ójöfnuð í friðargæslu.

Ágrip á ensku má finna hér að neðan.

Marsha Henry er dósent í kynjafræðideild London School of Economics and Political Science. Rannsóknir hennar snúa aðallega að hernaðar- og friðargæslufræðum, kynferðisofbeldi í kjölfar stríðs út frá stjórnmálahagfræði auk femínískra kenninga um samtvinnun.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

 

Því miður urðu tæknileg vandræði til þess að ekki er hægt að birta upptöku af fyrirlestrinum.

 

The lecture is concerned with reimagining peacekeeping, which starts with a return to critical theories and concepts in order to acknowledge the production of gendered, racial and militarised inequalities in peacekeeping relations. In particular, through critical concepts from gender theory such as standpoint and intersectionality, alongside postcolonial and critical race theories that include the colour line and the geopolitics of coloniality, the lecture traces the dead-ends that arise when peacekeeping studies relies on policy and practice driven objectives, alone, and forgets much of the critical legacies established 2000 onwards.