Fimmtudaginn 11. apríl flytur Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ, fyrirlestur sem ber heitið „Breytti hrunið íslenskum stjórnmálum? Staðan í aðdraganda kosninga“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Allt frá hruni bankanna hefur reynt mjög á íslenska stjórnmálakerfið. Traust á stjórnmálamönnum og alþingi þvarr og ríkisstjórn hefur átt á brattann að sækja. Stuðningur er við aukið beint lýðræði og aukna valdtemprun gagnvart þingi og ríkisstjórn. Á sama tíma er þó jafnframt áberandi að almenningur ber ríkt traust til stjórnsýslunnar. Hvað segir þetta okkur um þróun lýðræðis á Íslandi? Í fyrirlestrinum verður farið yfir þessa þætti og m.a. velt upp hvort að komandi kosningar muni leiða í ljós verulegar breytingar á íslenska flokkarkerfinu og stöðu stjórnmálaflokka. Þá verður einnig komið inn á stöðu kvenna í stjórnmálum.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!