Border and Bridges: Mothering Work Beyond the Home

Þann 23. mars kl. 16:15-17:30 heldur dr. Marjorie L. DeVault fyrirlesturinn Border and Bridges: Mothering Work Beyond the Home, á vegum Félagsvísindadeildar HÍ og RIKK. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu N-132 í Öskju.

Í fyrirlestrinum rýnir DeVault í skipulag og fyrirkomulag “fjölskyldutíma” í athöfnum fjölskyldunnar í frítíma utan heimilisins. DeVault byggir fyrirlestur sinn á etnógrafískum gögnum og skoðar þá ‘mæðravinnu’ (e. mothering work) sem liggur til grundvallar slíkum athöfnum, og veltir fyrir sér opinberu rými sem vef samtengdra “vinnustaða” utan heimilisins. Greining DeVault leiðir í ljós hin teyganlegu mörk fjölskyldulífs og hinar ýmsu orðræður sem tengja fjölskylduhópa sem deila svipuðum áhugamálum, brúa bilið milli þeirra og staðsetur í tengslum við aðra. Greiningin vekur einnig upp spurningar um opinber rýni, markaðsvæðingu og viðskiptatengsl, og um mismunandi aðgengi ólíkra fjölskyldna að þessum þáttum. Fyrirlesturinn mun varpa ljósi á um þá aðferðafræðilegu nálgun sem DeVault beitir og nefnist á ensku Feminist Institutional Ethnography.

Um Marjorie L. DeVault

Dr. Marjorie L. DeVault er prófessor í félagsfræði og kvennafræðum við Syracuse háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hún kannað “ósýnilega vinnu” kvenna innan heimilis og fjölskyldulífs og í hefðbundnum kvennastörfum á sviði næringar. DeVault lauk doktorsprófi frá Chicago háskóla og er skóluð í þeirri hefð vettvangsrannsókna sem við hann eru kenndar. Hún er jafnframt undir sterkum áhrifum frá femínisma sjöunda áratugarins. DeVault hefur skrifað fjölmargar fræðigreinar á sviði eigindlegrar og femínískrar aðferðafræði og hefur átt stóran þátt í að móta og þróa aðferðafræðilega nálgun sem nefnist á ensku Feminist Institutional Ethnography. Hún er höfundur bókanna: Feeding the Family: The Social Organization of Caring as Gendered Work (1991) og Liberating Method: Feminism and Social Research (1999). Um þessar mundir vinnur hún að rannsókn á fjölskyldulífi og frístundum fjölskyldna í opinberum rýmum utan heimilisins.

Dr. Marjorie L. DeVault gives the lecture Border and Bridges: Mothering Work Beyond the Home, on thursday the 23rd of March, between 16.15-17.30, at the University of Iceland, Askja room 132.

This talk explores the organization and conduct of “family time,” focusing on leisure-time activities outside the home. Drawing on ethnographic data, I examine the mothering work underlying such activities and consider public spaces as a web of interlocking “workplaces” outside the home. The analysis brings into view the permeable borders of family life, as well as the discursive bridges that link family groups with similar interests and position them in relation to others, and it raises questions about public and commercial spaces, and about access and advantage. The talk also illustrates the methodological approach of feminist Institutional Ethnography.

About Marjorie L. DeVault

Marjorie L. DeVault is Professor of Sociology and a member of the Women’s Studies Program at Syracuse University. Her research has explored the “invisible work” in women’s household and family lives and in the historically female field of dietetics and nutrition education. Trained in the Chicago-School fieldwork tradition, and deeply influenced by the feminism of the 1970s, she has written broadly on qualitative and feminist methodologies and has been a central participant in the development of a feminist Institutional Ethnography. She is the author of Feeding the Family: The Social Organization of Caring as Gendered Work (1991) and Liberating Method: Feminism and Social Research (1999). Her current research focuses on family life and leisure-time activities in public spaces outside the home.