Fimmtudaginn 2. febrúar, heldur Guðrún Ingólfsdóttir, doktor í íslenskum bókmenntum, hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Bóklausar og blindar? Handrit í höndum kvenna”. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00.

Í fyrirlestrinum mun Guðrún kynna niðurstöður rannsókna á handritamenningu kvenna sem birtust í nýlegri doktorsritgerð hennar, Í hverri bók er mannsandi. Handritasyrpur – bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld. Fjallað verður um handrit í eigu kvenna, efni þeirra og tilurð, en fram að þessu hefur skort á að menn hefðu yfirsýn yfir þátt kvenna í bókmenningu Íslendinga. Auk þess verður gefin örlítil innsýn í handrit sem skrifað var sérstaklega fyrir húsmóður á menningarheimili. Handritið opnar glufu inn í heimsmynd kvenna í efri millistétt við upphaf 18. aldar.

 

Öll velkomin!

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum

www.rikk.hi.is