Atrenna að söguskilningi

(English below)

Komið er að fyrsta fyrirlestri vormisseris 2017 í fyrirlestraröð RIKK, fimmtudaginn 19. janúar, en að þessu sinni verður boðið upp á kvikmyndasýningu. notes on a history er verk Francescu Soans sem mun einnig kynna myndina og spjalla við áhorfendur. Myndin verður sýnd í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 11.30-13.

Francesca Soans er indversk kvikmyndagerðarkona sem býr og starfar í í Iowa í Bandaríkjunum um þessar mundir. Francesca er með MA-próf í kvikmyndagerð og margmiðlun frá Temple-háskóla í Fíladelfíu og er dósent við Háskóla Norður-Iowa. Myndir hennar og myndbönd eru rannsóknir á minninu og sjálfsvitundinni og hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu sem og í sjónvarpi.

notes towards a history er ljóðræn íhugun um samþættingu minninga og sögulegrar merkingar. Með því að tvinna saman gömlum kvikmyndum ferðamanna frá Indlandi og brotakenndum og persónulegum minningum 103 ára gamallar indverskrar konu, ögrar myndin bæði heimildarmyndaforminu og hefðbundinni sagnfræði, og skapar marglaga rannsókn á framsetningu, þrá og frásagnarforminu.

notes towards a history er tilraunaheimildamynd sem rannsakar svæðið á milli þrár og frásagnarlistar, ferðalýsinga og ævisögu, skáldskapar og verka sem ekki byggja á skáldskap, minninga og staðreynda.

Serena Zacharias fæddist árið 1896 á nýlendutíma Breta á Indlandi. Faðir hennar veitti fordómum nýlendunnar viðnám og móðir hennar mat gildi menntunar og Serena braust til mennta á tímum þegar það var ekki vanalegt að konur væru menntaðar eða sjálfstæðar. Hún giftist ekki en var helsti stuðningsaðili systra sinna og fjölskyldna þeirra. Minningar Serenu eru persónulegar, brotakenndar og óvæntar, til mótvægis við hina opinberu sögu, heimsstríð og byltingar. Sögur af halastjörnunni Halley og kristnum trúboðum, skuggalegum gestum og fyrsta bílnum, ástríðuríkum ástarljóðum og málstoli flækjast um hið sögulega svið.

Myndin og umræðurnar fara fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2017 er haldin í samvinnu við Alþjóðlegan jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Þjóðminjasafn Íslands.

notes towards a history

notes towards a history, an experimental documentary, by Francesca Soans will be the first event in RIKK and UNU-GEST lecture series in the spring semester 2017 on Thursday, 19 January, in the National Museum’s lecture hall.
Francesca Soans is an independent filmmaker from India currently based in Iowa. She has an MFA in Film and Media Arts from Temple University in Philadelphia in the U.S. and is currently Associate Professor at the University of Northern Iowa. Her films and videos, exploring memory and identity, have screened at international film festivals in the U.S., Europe, and Asia, and been broadcast on public television and cable channels.

notes towards a history is an experimental documentary that explores the spaces between desire and storytelling, travelogue and biography, fiction and non-fiction, memory and fact. It is a poetic meditation on the textures of memory and the meaning of history. Weaving together archival travellers’ films of India and the fragmented intimate memories of a 103-year old Indian woman, notes challenges documentary and history forms to create a richly layered exploration of representation, desire, and the act of storytelling.

Serena Zacharias was born in 1896 in British colonial India. Born to a father who resisted colonial prejudice and a mother who valued education, Serena carved out a professional career at a time when it was not commonplace for women to be educated or independent. She did not marry but, instead, was the chief source of support for her sisters and their families. Against the background of public history, world wars and revolutions, Serena’s memories are intimate, fragmented, and surprising. Halley’s comet and Christian missionaries, ghostly visitors and the first motorcar, passionate love poetry and the loss of language—these and other stories wander through a landscape rich with history.

The film and discussions are given in English, is open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!
The lecture series in the spring semester 2017 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.