Landsbókasafn og nokkrir aðilar á Félagsvísindasviði og Menntavísindasviði Háskóla Íslands hafa tekið sig saman og keypt eins árs áskrift að gagnagrunninum Women & Social Movements International.

Um er að ræða frumgögn og aðrar heimildir um baráttu kvenna fyrir jafnrétti kynjanna, allt frá árinu 1840. Þetta eru m.a. skrif um frið, fátækt, barnaþrælkun, læsi og forvarnir gegn sjúkdómum.

Aðgangurinn er opinn tölvum á háskólanetinu. Sjá heimasíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns.