„Arabíska vorið“ – út frá kynjasjónarhorni

(see English below)

1e5d5358fa1e3d87bd003e2fa2897323Þriðjudaginn 15. október 2013 flytur Mazen Maarouf, gestaskáld Reykjavíkurborgar og palestínskur flóttamaður frá Líbanon, fyrirlestur sem ber heitið „„Arabíska vorið“ – út frá kynjasjónarhorni“ [“The Gender Factor in the Middle East Uprisings”]. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 15:00, og er haldinn í tengslum við Jafnréttisdaga HÍ. Fyrirlesturinn er á ensku.

„Arabíska vorið“ átti upptök sín í Túnis, þegar maður að nafni Tarek Mohamed Bouazizi kveikti í sér morguninn 17. desember 2010. Hverjar voru ástæðurnar fyrir andófinu sem leiddi til arabíska vorsins? Að hve miklu leyti á þessi vendipunktur rætur að rekja til hefða, trúarskoðana og kynjamisréttis í Miðausturlöndum? Hvað tákna slík pólitísk þáttaskil, t.d. í Túnis þar sem á þessu tíma var eina veraldlega stjórnin í Miðausturlöndum? Hvernig tengist þau stríðunum á Sýrlandi, í Egyptalandi og annars staðar í Miðausturlöndum?

Mazen Maarouf er palestínskt ljóðskáld og rithöfundur. Fjölskylda hans flúði Palestínu árið 1948 og hann hefur lengst af búið í Líbanon, þar sem hann ólst upp, gekk í skóla og starfaði. Ljóð eftir Mazen hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Þau hafa birst í tímaritum og safnritum í Frakklandi, Skotlandi, á Íslandi, í Svíþjóð, Kína og Möltu.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Öll velkomin!

 

The Gender Factor in the Middle Eastern Uprisings

On Tuesday 15 October 2013, Mazen Maarouf, an ICORN Guest Writer in Reykjavik and a Palestinian refugee from Lebanon, will give a public talk in English entitled “The Gender Factor in the Middle Eastern Uprisings.” The lecture will be held at the National Museum, Lecture Hall, at 15:00.

Abstract:
The Arab Spring started in Tunisia, when a man called Tarek Mohamed Bouazizi set himself on fire in the morning of 17 December 2010. What were the reasons behind this demonstrative act? What role did traditions, religious views and gender discrimination in the Middle East play in establishing this critical moment? What did such a moment highlight in Tunisia, which was the only “secular” regime in the Middle East at that time? How does it relate to the current war in Syria, Egypt and other parts in the Middle East?

About the speaker:
Mazen Maarouf has lived all his life as a Palestinian refugee in Lebanon and was granted sanctuary in Reykjavík in 2011 through the International Cities of Refuge Network, or ICORN, which offers to relocate persecuted writers to a safe city elsewhere in the world. Maarouf is a writer and a poet and his poems have been translated into many languages. They have appeared in magazines and collections in France, Scotland, Iceland, Sweden, China and Malta.